• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Kolbeinn á HM

Kolbeinn Höður Gunnarsson er nú kominn til Lille í Frakklandi þar sem hann mun keppa í 200m hlaupi á Heimsmeistaramóti 17ára og yngri sem fram fer 6.-10.júlí. Kolbeinn náði lágmarki í 200m hlaupi og mun keppa fyrir Íslands hönd ásamt þremur öðrum ungmennum frá Íslandi. Kolbeinn keppir í undanrásum á föstudaginn, 8.júlí en síðan er keppni í undanúrslitum á laugardaginn og úrslitakeppnin fer fram á sunnudaginn. Það verður fróðlegt og spennandi að sjá hvernig Kolbeini gengur á sínu fyrsta stórmóti erlendis. Íslensku keppendurnir flugu út í dag ásamt fararstjórum og þjálfara. Til hamingju Kolbeinn með þennan árangur og gangi þér vel! Heimasíða mótsins er: http://www.iaaf.org/wic11/index.html

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA