• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Íþróttamaður UFA 2009

Bjarki Gíslason er íþróttamaður ársins 2009 hjá UFA. Hann var valinn í A-landslið Íslands í frjálsum íþróttum og fór tvisvar erlendis til keppni fyrir Íslands hönd á sl. sumri. Bjarki er fjölhæfur frjálsíþróttamaður og er stangarstökk hans aðalgrein, en hann hefur einnig verið valinn í landsliðið til keppni í langstökki og þrístökki. Einnig er hann í úrvalshópi ungmenna hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hann er langstigahæsti íþróttamaður UFA og á gildandi Íslandsmet í þremur aldurflokkum í stangarstökki, þ.e. í flokki 17-18 ára drengja, flokki 18-19 ára unglinga og flokki unglinga 20-22 ára bæði utan- og innanhúss; 4,65m innanhúss og 4,68 utanhúss. Bjarki stundar íþrótt sína af kappi og áhuga og slær aldrei slöku við. Síðast en ekki síst má nefna að Bjarki er einstaklega góður félagi,  eflir liðsandann og er fyrirmynd annara ungmenna utan vallar sem innan.

bjarkimyndmai2007_003_120 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA