• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Íslenski hópurinn á EM er mættur til Gautaborgar

Íslenski hópurinn á EM er mættur til Gautaborgar
Íslensku keppendurnir á EM, þau Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA, mættu í dag ásamt fylgdarliði sínu til Gautaborgar.  Ferðalagið gekk vel og fór hópurinn í skoðunarferð í keppnishöllina líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.  Aðstoðarmenn Anítu og Kolbeins í Gautaborg eru þau Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, og Unnur Sigurðardóttir sem er starfsmaður mótsins og aðstoðarmaður íslenska hópsins.  Unnur er búsett í Växjö.

Keppnin hefst í fyrramálið kl 9:00 að íslenskum tíma.  Kolbeinn hefur keppni síðan kl 11 og Aníta kl 16.  Spennandi verður að fylgjast með þessu unga og efnilega fólki stíga sín fyrstu skref á stórmóti fullorðinna.
 

Heimasíða mótsins er http://www.goteborg2013.com/ 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA