Eftir vandlega íhugun og eftir að hafa ráðfært mig við foreldra þeirra barna sem búa í Hrísey höfum við Unnar tekið þá ákvörðun að aflýsa ferðinni í bili. Veðurspáin er vissulega búin að batna síðan á mánudaginn en er samt ekki nógu góð að okkar mati að við viljum fara í þessa ferð. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að fresta henni aftur en það hefur skapast sú hefð að fara á Hríseyjarmót í apríl og gista þá, þá er veðrið líka öruggara (eða ætti að vera það :o))
Á föstudaginn verður því bara hefðbundin æfing í Íþróttahöllinni þar sem verður farið í tækniæfingar.
En í staðinn fyrir að fara til Hríseyjar vorum við að spá í að fara í sund eftir æfingu á sunnudaginn og út að borða á Bautann þar á eftir. Það er gott að fá að vita hversu margir vilja koma út að borða á Bautann (þeir eru með einhver afmælistilboð núna) til að geta pantað borð. Þeir sem vilja vera með mega gjarnan senda mér póst á mas@akmennt.is - Maja og Unnar