Nú í morgun lagði fríður hópur frá UFA af stað til Gautaborgar til keppni og þátttöku í Heimsleikum unglinga sem haldnir eru á Ullevi leikvanginum í Gautaborg á hverju ári.
Í allmörg ár hefur verið stefnt að ferð á mótið annað hvert ár, en síðast var farið fyrir tveimur árum, þessar ferðir hafa alltaf verið vel heppnaðar og lærdómsríkar.
Hópurinn í ár samanstendur af 28 manns, þar af eru fjórtán úr 11-14 ára flokki, fjórir úr meistaraflokki, átta foreldrar og þjálfararnir Unnar og María Aldís.
Keppnin sjálf fer fram á föstudag, laugardag og sunnudag. Vonandi gengur nú öllum vel og færum við ykkur fréttir af þeim um helgina.
Heimasíða mótsins er vuspelen.se
Í allmörg ár hefur verið stefnt að ferð á mótið annað hvert ár, en síðast var farið fyrir tveimur árum, þessar ferðir hafa alltaf verið vel heppnaðar og lærdómsríkar.
Hópurinn í ár samanstendur af 28 manns, þar af eru fjórtán úr 11-14 ára flokki, fjórir úr meistaraflokki, átta foreldrar og þjálfararnir Unnar og María Aldís.
Keppnin sjálf fer fram á föstudag, laugardag og sunnudag. Vonandi gengur nú öllum vel og færum við ykkur fréttir af þeim um helgina.
Heimasíða mótsins er vuspelen.se