Haustæfingar hjá Ungmennafélagi Akureyrar hefjast mánudaginn 9. september.
Æfingar fara fram í Boganum og Íþróttahöllinni.
Það er frítt fyrir alla iðkendur fyrstu vikuna - bara mæta!
Athugið að 14 ára og eldri hópurinn byrjar 16. september en hægt er að fá prufutíma með þjálfara fyrr. Sendið póst á ufa@ufa.is ef áhugi er fyrir því að prófa og/eða byrja að æfa aftur eftir hlé, áður en núverandi iðkendur koma aftur eftir haustfrí.
Stundatöflu og gjaldskrá má finna hér: Æfingar haustið 2024
---------
Skráning fer fram í gegnum Sportabler vefsíðu eða smáforrit í síma, slóð á vefsíðuna er: https://sportabler.com/shop/ufa
Ef iðkandi er með sérþarfir, tengdar fötlun/greiningum/ofnæmi eða öðru, þá skrifið það í athugasemdir í skráningarferlinu eða sendið póst á ufa@ufa.is
Vinsamlega sendið allar spurningar eða ábendingar tengdar skráningunni á gjaldkeri@ufa.is.