Nú er lokið öllum grunnskólamótum UFA þetta vorið og þökkum við öllum sem þátt tóku á einn eða annan hátt. Það er mat okkar að vel hafi til tekist og vonandi að þátttakendur séu sama sinnis og hafi haft gaman af. Æfingar hjá UFA eru auglýstar hér neðar á síðunni og þegar grunnskólum lýkur tekur við sumartafla sem einnig má sjá hér neðar á síðunni. En takk allir enn og aftur fyrir þátttökuna og sjáumst sem fyrst aftur á frjálsíþróttavellinum.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.