• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Góđur árangur UFA krakka á silfurleikum ÍR

 Silfurleikar ÍR voru haldnir á laugardaginn. Mótið er haldið til að minnast einstaks árangurs Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu, þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki. UFA átti sex keppendur á mótinu en keppt er í aldursflokkum og voru keppendur alls um 580 alls staðar að af landinu. Okkar fólk stóð sig mjög vel m.a. má nefna að:

Ásgerður Jana Ágústsdóttir í flokki 13 ára var í fyrsta sæti í hástökki, stökk 1,55 m, fyrsta sæti í 60 m grind á 10,50 sek, þriðja sæti í þrístökki, stökk 9,46 m og 3. sæti í 200 m hlaupi á 29,24 sek

Borgþór Ingarsson í flokki 14 ára varð annar í hástökki, stökk 1,70 m.

Magnús Aríus Ottósson í flokki 12 ára náði fimmta sæti í hástökki, stökk 1,40 m og sjötta sæti í þrístökki, stökk 9,14 m.

Örn Dúi Kristjánsson í flokki 15-16 ára varð í 1. sæti í þrístökki stökk 13,17 m. fyrsta sæti í 60 m grind á 8,90 sek, þriðja sæti í 60 m hlaupi á 7,76 sek og þriðja sæti í 200 m hlaupi á 24,11 sek.

Stefán Þór Jósefsson í flokki 15-16 ára varð annar í 60 m grind á 10,51 sek, fimmta sæti í 800 m hlaupi á 2,34 mín og í fimmta til sjötta sæti í hástökki, stökk 1,60 m.

Nánari upplýsinga rum mótið er að sjá á mot.fri.is

 

 

 

 

 

 


Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA