Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust á MÍ um síðustu helgi. Kolbeinn Höður varð Íslandsmeistari í langstökki, 100 m hlaupi og 80 m grind í flokki 14 ára stráka og Valþór Ingi í kúluvarpi 12 ára. Þá varð Ásgerður Jana í öðru sæti í hástökki og þriðja í spjótkasti 13 ára stelpna. Magnús Aríus í öðru sæti í hástökki og þriðja í langstökki 12 ára stráka. Sveit 14 ára stráka fékk silfur í 4x100 m boðhlaupi og 12 ára strákasveitin brons. Öll úrslit mótsins má lesa á mótaforriti FRÍ (mot.fri.is).