• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Góð þátttaka í Akureyrarhlaupi

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa fór fram í gærkvöldi og voru þátttakendur 130, sem er heldur meira en undanfarin ár.

Í 5 km hlaupi kom Ásdís Káradóttir fyrst í mark á 22:29, önnur kvenna var Brynja Björg Bragadóttir og þriðja var Líney Elíasdóttir. Annar í mark og fyrstur karla var Einar Ingimundarson á 22:47, í öðru sæti í karlaflokki var Vilhelm Ottó Biering Ottósson, sem er aðeins 9 ára gamall, á 23:13 og þriðji var bróðir hans Hermann Biering Ottósson á 24:04.

Í 10 km hlaupi kom Stefán Viðar Sigtryggsson á 35:33, annar karla var Helgi Sigurðsson á 39:33 og þriðji var Arnar Aðalgeirsson á 39:49. Önnur í mark í 10 km hlaupi og fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 39:03, önnur kvenna var Birna Björnsdóttir á 41:45 og þriðja var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 44:50.

Í hálfmaraþoni kom Geir Jóhannsson fyrstur í mark á 1:29:59, annar var Sigurður Ingvarsson á 1:30:03 og þriðji var Þröstur Már Pálmason á 1:34:56. Fast á hæla honum kom fyrsta konan Sigríður Einarsdóttir á 1:35:14, önnur kvenna var Gunnhildur H. Georgsdóttir á 1:45:54 og þriðja var Ingibjörg Halldórsdóttir á 1:51:44.

Sigurvegarar í öllum vegalengdum hlutu vegleg verðlaun frá Sportveri/Asics, Líkamsræktarstöðinni Átaki og Strikinu.

Hér má sjá tíma allra sem hlupu.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA