Kolbeinn Höður Gunnarsson setti glæsilegt Íslandsmet í 80 m grindahlaupi í gærkvöldi á 6. bætingamóti UFA og UMSE. Kolbeinn hljóp á 11,47 sek. í miklum mótvindi og bætti metið um 33 sekúndubrot, þetta er annað Íslandsmet Kolbeins á einni viku en hann hljóp 60m hlaup á 7,53 sek á hálfleiksmótinu á miðvikudaginn. Grindahlaupið gaf 1107 frí stig sem er frábær árangur.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.