• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Glæsilegt Íslandsmet hjá Bjarka

Bjarki Gíslason setti glæsilegt Íslandsmet í stangarstökki á Áramóti Fjölnis sem fram fór í kvöld í Laugardalshöllinni. Bjarki stökk 4,81m en Bjarki hefur þar með endurheimt Íslandsmetið en hans fyrra met, sem hann átti þar til í byrjun desember, var 4,65m. Þetta er Íslandsmet í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára en Bjarki er 20 ára.
Þetta mun vera 4. besti árangur Íslendings í stangarstökki frá upphafi bæði utan- og innanhúss.
Keppendur UFA á mótinu voru sex og stóðu þau sig með sóma.
Bjartmar Örnuson sigraði í 800m hlaupi karla á 1:56,78mín
Rakel Ósk Björnsdóttir sigraði í stangarstökki, stökk 2,67m og varð í 1-2. sæti í hástökki, stökk 1,45m
Heiðrún Dís Stefánsdóttir: 3. sæti í 300m hlaupi á 44.16sek  4. sæti í 800m hlaupi á 2:22,44mín og 6. sæti í 60m hlaupi á 8,74sek
Örn Dúi Kristjánsson: 2. sæti í 60m grindahlaupi á 8,96sek  5. sæti í 60m hlaupi á 7,35sek  4. sæti í hástökki, stökk 1,70m og 4. sæti í langstökki stökk 6,0m
Elvar Örn Sigurðsson: 4. sæti í stangarstökki, stökk 4,20m og 5. sæti í langstökki með 5,85m
Til hamingju með þennan flotta árangur!


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA