• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Gamlárshlaup í fimbulkulda

Það var grimmdarfrost á Akureyri í morgun -15 gráður eða meira. Hlauparar létu það samt ekki á sig fá og um 50 hlauparar mættu í Gamlárshlaup UFA. 

Líkt og undanfarin ár var hörð samkeppni í búningakeppninni en það var Meiðslalistinn sem bar sigur úr bítum í liðakenninni og Freydís Heba í einstaklingskeppni. Verður að teljast mikil guðsmildi að liðsmenn Meiðslalistans höfðu það af ljúka hlaupinu í frostinu eins bágborið og ástandi á þeim var.

Jörundur Frímann Jónasson hlóp leiðina karla hraðast og Anna Berglind Pálmadóttir var fyrst kvenna.

Að hlaupi loknu var boðið upp á súpu á veitingastaðnum Bryggjunni og dregin út útdráttarverðlaun frá Ellingsen, Kjarnafæði, Samherja, Dominos, Pedal, Norður, M-sport, Ísgerðinni og Lemon.

 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA