• hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir frá Gautaborg

Það er allt gott að frétta af Gautaborgarförunum okkar.
Mikið hefur verið um bætingar, t.d. var Bjartmar Örnuson að hlaupa 400m á sinum besta tíma, 49,56 sek hann vann sinn riðil og lenti í 15.sæti, Eiríkur Árni Árnason varð 2. í sínum riðli í flokki 18-19 ára, hann hljóp einnig á sínum besta tíma 52,53sek og lenti í 21. sæti. Bríet Ósk Óafsdóttir 13 ára komst í úrslit í 80m hlaupi, hún hljóp á 10,75sek í úrslitunum og endaði í 8.sæti.
13 ára stelpurnar Rún, Berglind Björk, Melkorka Ýr og Dagný voru allar að standa sig mjög vel í 80m hlaupinu.
Sunna Rós Guðbergsdóttir 14 ára komst í úrslit í 100m hlaupi, hún hljóp á 13,41 sek og lenti í 16. sæti.
Rún Árnadóttir varð í 10. sæti í stangarstökki, stökk 2,20m
Örn Dúi og Eiríkur kepptu í 100m hlaupi í dag en komust ekki í úrslit.
Þetta er aðeins brot af árangri okkar fólks, ekki er búið að setja nærri öll úrslit inn á síðu mótsins en við fylgjumst með og setjum fréttir hér inn. Það var fínt keppnisveður í dag, lítil sól en hlýtt og milt veður en rigning í gær. Við óskum keppendunum okkar áfram góðs gengis.

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA