18 keppendur frá UFA tóku þátt í stórmóti ÍR nú um helgina og var uppskeran frábær 11 á palli. Fyrst skal nefna Kolbein sem sigraði í 5 greinum í 13-14 ára flokki og flestum með nokkrum yfirburðum 60m, 60 m grind, 200m og 800m hlaupum og í hástökki, greinilega upprennandi tugþrautamaður, í 15- 16 ára flokki sigraði Örn Dúi í þrístökki, 60m og 60m grindahlaupi varð 2. í langstökki og 2.-3. í hástökki og Andri Már varð 3. í langstökki og 60m grindahlaupi, Eiríkur Árni varð 3. í stangarstökki í sama flokki, Magnús Aríus vann langstökk og 60 m grind og varð 3. í 60 m hlaupi í 12 ára flokki Valþór vann kúluvarpið og Daníel Arnar varð í 2. sæti, Í 13-14 ára flokki varð Borgþór 3. í hástökki og langstökki og Ásgerður Jana 3. í hástökki, Heiðrún Dís vann 60m grindahlaup 15-16 ára og Elvar Örn varð 2. í langstökki og 60m hlaupi og 3. í stangarstökki karla. Óskum keppendum til hamingju með árangurinn og góðrar heimferðar.
Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.