Fjórir iðkendur úr UFA hafa verið valdir í landslið Íslands sem keppir á Evrópukeppni landsliða í frjálsum sem haldið verður í Reykjavík um næstu helgi. Það eru Bjartmar Örnuson, Bjarki Gíslason, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.