Fjórða vetrarhlaup vetrarins fór fram í morgun, í hörkufrosti og ísingu. En hlauparar létu það ekki á sig fá og mættu 34 hlauparar til leiks. Stefán Viðar Sigtryggsson var fyrstur í mark á 36:47, annar karla var Halldór Halldórsson á 41:58 og þriðji var Halldór Arinbjarnarson á 42:12. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 40:39. önnur var Sigríður Einarsdóttir á 43:06 og þriðja var Lillý Viðarsdóttir á 43:15. Úrslit í hlaupinu má sjá hér og hér má sjá stöðuna í stigakeppninni eftir fyrstu fjögur hlaupin.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.