• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Evrópubikarkeppni landsliða

Evrópubikarkeppni landsliða í 3. deild í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvelli nú um helgina. Fimmtán Evrópuþjóðir taka þátt í mótinu og eru keppendur um 55o. Mótið er því fjölmennasta alþjóðlega frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi.
Bjarki Gíslason stökk 4,80m í stangarstökkinu og jafnaði þar með unglingamet Einars Daða Lárussonar sem hann setti í vikunni. Flott hjá Bjarka, aðstæður voru erfiðar sökum hliðarvinds en hann náði 3. sæti í keppninni með þessum árangri.
Bjartmar Örnuson náði sínum besta tíma í 800m hlaupinu, hann hljóp á 1:52,04mín sem er besti tími íslendings í ár, bæði úti og inni, Bjartmar átti áður 1:52,91mín sett í Englandi í fyrra. Þetta er glæsileg bæting hjá Bjartmari, keppnin í hlaupinu var gríðarlega jöfn og spennandi en þessi tími skilaði honum 4.sætinu.
Kolbeinn Höður Gunnarsson var í boðhlaupssveitinni í 4x400m boðhlaupi, sveitin hafnaði í 6. sæti á tímanum 3:18,06mín.
Lið Íslands hafnaði í 4. sæti í keppninni, en tvö efstu liðin öðlast rétt til keppni í 2. deild að tveimur árum liðnum þegar keppnin verður næst haldin.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA