22.02.2023
Sex Akureyringar eru meðal þeirra tólf landsliðsmanna sem skipa landslið Íslands á Heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum sem haldið verður í Austurríki í byrjun júní. Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir munu keppa í 85 km hlaupi með 5500 samanlagðir hækkun og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, Anna Berglind Pálmadóttir, Halldór Hermann Jónsson og Jörundur Frímann Jónasson í 45 km hlaupi með 3100 m samanlagðri hækkun.