Í sumar sigraði hún meðal annars Akrafjall Ultra og Mt. Esja half marathon. Þá sigraði hún 100 km Gyðjuna í Súlur Vertical og um leið setti hún nýtt brautarmet. Í framhaldinu af því keppti hún á Heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum þar sem hún hafnaði í 9. sæti. Elísa keppti þó ekki einungis í utanvegarhlaupum heldur lét til sín taka á götunni líka þar sem hún endaði í 2 sæti í 10 km. Ármannshlaupinu á tímanum 36:49 og sigraði síðar hálfmaraþonið í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 1:18:32. Í lok keppnistímabilsins keppti hún svo í Puglia by UTMB 36 km þar sem hún sigraði hlaupið.
,,UFA er félag sem er áberandi og heldur vel utan um sína félagsmenn! Ég er spennt fyrir að vera partur af þeirri heild” sagði Elísa þegar hún skrifaði undir hjá UFA. Í sumar stefnir Elísa á CCC sem er 100 km hlaup í Frakklandi sem og að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í fjallahlaupum sem fer fram í Júní. UFA er stolt af því að fá besta fjallahlaupara landsins í sínar raðir og hlakkar til samstarfsins.
