• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Bjarki íslandsmeistari í fjölþraut

Þá er seinni degi MÍ í fjölþrautum lokið. Okkar fólk stóð sig vel, Bjarki Gíslason
sigraði karlaflokkinn var með 6.492 stig sem er stórbæting á Akureyrarmeti sem hann átti sjálfur frá 2008. Með þessum árangri hefur Bjarki auk þess unnið sér inn rétt til að keppa á Norðurlandamótinu í fjölþrautum sem fram fer í Danmörku í lok júní en lágmarkið fyrir það mót er 6.400 stig. Elvar Örn Sigurðsson varð í 3.sæti í sama flokki. Örn Dúi Kristjánsson varð í 2. sæti í flokki 17-18 ára og Stefán Þór Jósefsson í 3.sæti. Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð í 4. sæti í kvennaflokki og Ásgerður Jana náði 3.sæti í flokki 15-16 ára.
Ágætis byrjun á sumrinu hjá okkar fólki.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA