• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Akureyrarmót

Minnum á að Akureyrarmótið er um næstu helgi.  10 ára og yngri hefja mótið kl. 10:00 á laugardag með krakkafrjálsum sem er liðakeppni.  Skipt verður í lið á staðnum.  Í framhaldi af því tekur við hefðbundin frjálsíþróttakeppni og má sjá tímaseðilinn á mot.fri.is.  Þura verður á vellinum á morgun á æfingatíma og tekur við skráningum og greiðslum.  Ef þið getið ekki mætt á morgun má hafa samband við Þuru á netfangið tura@talnet.is eða símleiðis.  Þá er ætlunin að fara að út að borða saman á laugardagskvöld og í bíó.  Verð fyrir mat er 1300 kr. fyrir 10 ára og yngri og 1700 fyrir 11 ára og eldri og drykkir eru innifaldir.  Bíómiðann seljum við á 800 kr. Þura tekur einnig við skráningum og greiðslum í þetta.  Ýtarlegri umfjöllun um mótið er hér neðar á síðunni. 

Hlökkum til að sjá ykkur


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA