Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska

Um síðustu helgi fór fram Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska í Boganum. Það voru yfir 140 iðkendur á mótinu sem er töluverð fjölgun frá því í fyrra, covid er greinilega að sleppa heljargreipum sínum af samfélaginu og landinn er farinn að geta notið gæðasamverustunda aftur, eins og að fara áhyggjulaus á frjálsíþróttamót! USAH, HSÞ, KFA, Kormákur, UMSS, ÚÍA og Samherjar mættu til leiks að vanda og alltaf jafn gaman að fá þessi skemmtilegu og öflugu lið í heimsókn.

Það voru margir að bæta sig á mótinu, í okkar röðum bætti Brynjar Páll sig í öllum greinum sem hann tók þátt í, Alexander Breki kastaði sig inn í úrvalshóp FRÍ í kúluvarpi, Sigurlaug Anna bætti sig einnig í kúluvarpinu og Róbert Mackay bætti sig í 60m grindarhlaupi.

Kjarnafæði Norðlenska endurnýjaði styrktarsamning við UFA og er því aðalstyrktaraðili UFA, þannig það er ekki annað að sjá en að liðið okkar verði í toppstandi í sumar.

 Samningur UFA KN  Samningur UFA KN  

Akureyramót    Akureyrarmót

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA