Miðvikudagskvöldið 5. maí kl. 20:00 verður aðalfundur langhlauparadeildar UFA haldinn á Bjargi. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa á hlaupum til að mæta. Arnfríður Kjartansdóttir flytur erindi sem hún nefnir Hlaup og markmið og Rannveig Oddsdóttir segir frá starfsemi langhlaupardeildarinnar og ræðir um hlutverk hennar og tengingu við hlaupahópa í bænum. Ný stjórn verður kjörin, einhverjir gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en það er líka pláss fyrir nýtt fólk.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.