Meistaramót Íslands 15-22 ára fer nú fram í Kópavogi, UFA er með 12 keppendur á mótinu og hafa 5 þeirra verið á palli í dag. Börkur Sveinsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kúluvarpi og kringlukasti drengja 17-18 ára. Örn Dúi varð Íslandsmeistari í 100 m grindahlaupi sveina 15-16ára, 2. í 100m hlaupi,3. í 400m hlaupi og langstökki. Agnes Eva Þórarinsdóttir Íslandsmeistari í Kringlukasti meyja 15-16 ára. Bjartmar Örnuson varð 2. í 1500m hlaupi ungkarla 19-22 ára og Heiðrún Dís Stefánsdóttir 3. í 400m hlaupi. UFA er í 3. sæti í stigakeppni meyja og sveina og 4. sæti í heildarstigakeppninni. Frábær árangur á fyrri degi, óskum þeim góðs gengis á morgun.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.