• 1. maí 2025 - keppnisdagur

1. maí hlaup - skráningu er lokið - ekki hægt að bæta við

664 keppendur skráðir í 1. maí hlaupið - þetta verður fjör!
Sameinist endilega í bíla eða komið gangandi/skokkandi því bílastæðin munu fyllast!
Þeir sem eiga eftir að sækja númer í Hamar, endilega komið tímanlega til að forðast biðraðir!

Leikskólahlaup hefst kl. 12:00 - Allir leikskólakrakkar hlaupa saman einn hring á frjálsíþróttavellinum.
2 km hlaup, fyrsti hópur kl. 12:15

Hópur 1: 7-8 ára (stelpur og strákar)
Hópur 2: 9-10 ára (stelpur og strákar)
Hópur 3: 11 ára og eldri (stelpur og strákar)

Brautarverðir, hjólarar og hvítar örvar vísa leiðina í 2km og 5 km hlaupinu.
Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum í hlaupinu og þurfa ekki að greiða þátttökugjöld fyrir það.

5 km hlaup kl. 12:45 - Allir hlauparar ræstir á sama tíma.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA