Vetrarhlaup UFA 30. mars 2022

Hlaupið hefst við Hamar (Þórsheimilið) að þessu sinni og að loknu hlaupi eru allir boðnir velkomnir inn í Hamar, þar verður verðlaunaafhending, veitingar og útdráttarverðlaun.

Miðasala opnar kl. 17:00 og verður hlaupið ræst 17:30. Skráningargjald er 500 kr eins og áður og má annað hvort greiða með peningum eða millifærslu. Hægt er að leggja inn á reikning 0565-14-100955 kt. 520692-2589. Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á millifærslu í miðasölu.

Hlaupaleiðin - 6,8 KM

Hlaupið er ræst á stígnum fyrir ofan Hamar. Hlaupið er til norðurs að Skarðshlíð, þá er beygt til vinstri og áfram upp í gegnum Seljagarðinn, yfir Hlíðarbraut og upp Austursíðu eins og hún leggur sig. Á Síðubraut er beygt til vinstri og haldið áfram Vestursíðu og svo beygt til hægri upp Bröttusíðu. Borgarbraut tekur við af henni, farið er yfir Borgarbraut við hringtorg við Bugðusíðu. Beygt er inn Bugðusíðu og til vinstri upp Vestursíðu. Þá er hlaupin nær sama leið til baka, s.s, Vestursíða, Síðubraut, niður Austursíðu, yfir Hlíðarbraut og í gegnum Seljagarðinn EN þegar komið er að Skarðshlíð er beygt til hægri en EKKI haldið áfram niður Skarðshlíðina. Skarðshlíð er sem sagt hlaupin til suðurs að Höfðahlíð, þar er beygt til vinstri niður Höfðahlíð og svo nær strax aftur til vinstri inn á stíginn fyrir ofan Hamar þar sem endamark er á sama stað og ræst var.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA