Vetrarhlaup UFA 23. febrúar 2022

Hlaupið að þessu sinni verður ræst við Hof. Miðasala hefst kl. 17:00 og ræst verður kl. 17:30. Keppnin verður með hefðbundnu sniði núna, allir ræstir á sama tíma. Skráningargjald er 500 kr eins og áður og má annað hvort greiða með peningum eða millifærslu. Hægt er að leggja inn á reikning 0565-14-100955 kt. 520692-2589. Gott er að skrifa „Vetrarhlaup“ sem skýringu og nauðsynlegt er að sýna staðfestingu á millifærslu í miðasölu.

Vegna fjölda covid-smita í bænum verður í boði fyrir þá sem alls ekki komast á keppnistíma að hlaupa á öðrum tímum á hlaupadag og skrást inn á þetta segment til staðfestingar á þátttöku. Ekki er hægt að fá stig í einstaklingskeppni með því að hlaupa utan keppnistíma en þó er hægt að fá stig í liðakeppninni.
 
 
Hlapaleiðin

Hlaupið að þessu sinni er marflatt og þægilegt, tæpir 7 kílómetrar. Það hefst á gangstéttinni alveg við innkeyrsluna inn á bílaplanið fyrir Hof og World Class. Hlaupið er til vesturs og svo suðurs eftir gangstéttinni sem liggur meðfram Strandgötu og svo Glerárgötu. Því næst sem leið liggur eftir strandstígnum alveg að innkeyrslunni að flugvellinum (sjá mynd), þar er snúið við og nákvæmlega sama leið hlaupin til baka til norðurs. Snúningspunktur verður merktur með spreyi. Hlaupið endar svo við innkeyrsluna líka.

Rás- og endamark við World Class:

Snúningspunktur við flugvallarafleggjarann:

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA