• Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Guðlaug Edda og Sigurður Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa fór fram í gærkvöldi í blíðskaparveðri og var keppt í 5 km, 10 km og hálfmaraþoni. Keppni í 10. km hlaupi var jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni.

Það voru Sigurður Örn Ragnarsson hlaupari úr Aftureldingu og þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir sem komu fyrst karla og kvenna í mark og eru því Íslandsmeistarar í ár. Guðlaug Edda Hannesdóttir bætti brautarmet Arndísar Ýrar frá 2012 um tvær mínútúr, en hún lauk hlaupinu á 34:57. Það er hennar besti tími í 10 km hlaupi og annar besti tími Íslenskrar konu í þeirri vegalengd. Aðeins Íslandsmethafinn Martha Ernsthdóttir á betri tíma (33:32). Sigurður Örn hljóp á sínum besta 10 km tíma til þessa 32:43.

Fleiri sterkir hlauparar voru mættir til leiks og brautarmetið í 5 km hlaupi féll líka þegar Arnar Pétursson sem keppir fyrir Breiðablik hljóp á 15:01 sem er mínútubæting á brautarmeti Sæmundar Ólafssonar frá 2015 og líkt og tími Guðlaugar Eddu er þetta annar besti tími Íslendings í þessari vegalengd, en Kári Steinn Karlsson á Íslandsmetið 14:47.

Fyrst kvenna í 5 km hlaupi var svo Anna Berglind Pálmadóttir úr UFA en hún hljóp á 19:00.

Í hálfu maraþoni sigraði Snorri Einarsson í karlaflokki á 1:14:00 og fyrst kvenna var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA á 1:22:40 sem er hennar besti tími í hálfmaraþoni.

Tíma allra sem hlupu má finna á timataka.is og hlaup.is

Guðlaug Edda Hannesdóttir Íslandsmeistari kvenna

Guðlaug Edda Hannesdóttir, Íslandsmeistari í 10 km hlaupi 2020.

Sigurður Örn Ragnarsson Íslandsmeistari karla

Sigurður Örn Rúnarsson Íslandsmeistari í 10 km hlaupi 2020.

 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA