• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

Stemning í Gamlárshlaupi Íslenskra verðbréfa og UFA

Hlauparar létu erfitt færi ekki aftra sér frá því að hlaupa um götur bæjarins í dag í Gamlárshlaupi Íslenskra verðbréfa og UFA. Sjötíu manns mættu til leiks og tóku sprettinn um bæinn og settu ýmsar furðuverur og forynjur svip sinn á hlaupið.

Í 5 km hlaupi var Ólíver Einarsson fyrstur í mark á 27:14 og Ester Rún Jónsdóttir gaf honum lítið eftir og kom fyrst kvenna í mark 27:49. Í 10 km hlaupi var Fjölnir Bryjnarsson fyrstur á 42:06 og fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 45:04. Tíma allra sem hlupu má sjá hér.

Hörð samkeppni var í búningakeppninni en Team Scream bar sigur úr bítum fyrir einstaklega vandaða og ógnvekjandi búninga.

UFA þakkar Íslenskum verðbréfum, Bjargi, RUB23, Bakaríinu og brúna og MS fyrir stuðninginn við hlaupið.

 

 


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA