• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

Skráning er hafin í 1. maí hlaup UFA

1. maí hlaup UFA verður að sjálfsögðu á sínum stað þetta ár eins og endranær. Boðið verður upp á 400 m leikskólahlaup, 2 km grunnskólahlaup og 5 km hlaup með tímatöku sem er opið öllum. 

Skráning er hafin á hlaup.is og hvetjum við fólk til að nýta sér forskráninguna þótt einnig verði hægt að skrá sig á staðnum að morgni hlaupadags. Það einfaldar mótshöldurum framkvæmdina að sem flestir nýti sér forskráningu og keppnisgjöld eru einnig lægri í forskráningu.

Hlaupið er frá Þórvellinum og hefst leikskólahlaupið kl. 12.00, 2 km grunnskólahlaup kl. 12.15 og 5 km hlaupið kl. 12.45.

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna hér.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA