• hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og World Class á fimmtudaginn

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og World Class fer fram á fimmtudaginn. Í boði eru þrjár vegalengdir 5 km, 10 km og hálft maraþon og auk þess er hægt að taka þátt í boðhlaupskeppni í 10 km þar sem fjórir skipa sveit og hver hleypur 2,5 km.

Skráning fer fram á hlaupasíðunni hlaup.is til kl. 21. á miðvikudag en einnig verður hægt að skrá sig í World Class við Strandgötu kl. 16.00-17.30 á keppnisdag. Við hvetjum bæjarbúa til að ská sig og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.

Hálfmaraþonhlaupið er jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni og hafa nokkrir af okkar sterkustu hlaupurum skáð sig til leiks þar. Arnar Pétursson sem varð Íslandsmeistari í bæði heilu- og hálfu maraþoni í fyrra er meðal keppenda og einnig Elín Edda Sigurðardóttir sem hljóp nýlega maraþon á öðrum besta tíma íslenskrar konu frá upphafi. Það verður spennandi að sjá hvað þau gera á fimmtudaginn og hvort brautarmetin falla.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um hlaupið.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA