Hlaupaleið í Vetrarhlaupi 31. janúar 2018

Hlaupið hefst og endar við Akureyrarlaug. Tilvalið að skella sér í pottinn eftir hlaup.

Leiðin er u.þ.b. 6,5 km.

Rásmark er við gatnamót Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis (vestan megin götunnar). Hlaupið er suður Þórunnarstræti að Miðhúsabraut. Yfir götuna og upp eftir göngustíg meðfram Naustahverfinu að Kjarnagötu. Kjarnagötu fylgt í gegnum Naustahverfið suður að hringtorgi. Hlaupið niður Naustagötu og Naustabraut að hringtorgi á Miðhúsabraut. Niður eftir göngustíg meðfram Miðhúsabraut (skautasvellsbrekkan) og síðan norður eftir Naustafjöru, Aðalstræti og Hafnarstræti (hlaupið eftir stígnum neðan við leikhúsið en ekki eftir götunni). Hafnarstræti fylgt að Hótel KEA og endað á því að spretta upp kirkjutröppurnar, framhjá kirkjunni og áfram upp Skólastíg og endað við Sundlaugina.

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA