• Hafdís með Íslandsmet í langstökki

  Hafdís Sigurðardóttir bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA í gær. Hafdís stökk lengst 6,54 m í mótinu og var það sigurstökk mótsins.  Sá árangur verður þó ekki skráður sem Íslandsmet vegna þess að vindur var +2,1m/sek. Íslandsmet hennar 6,45 m með +1,9m/sek í vind kom í annarri umferð. Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA á uppleið

  Frjálsíþróttafólk úr UFA hefur náð góðum árangri undanfarin misseri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við styðjum dyggilega við bakið á afreksfólkinu okkar og höldum áfram að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Til að það sé mögulegt þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda.

  Getur þú lagt okkur lið?

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016

  Toyota Akureyri og Tryggingamiðstöðin hafa sameinast um að styrkja frjálsíþróttakonuna Hafdísi Sigurðardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumarið 2016. Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glæsilega Toyota Yaris Hybrid bifreið endurgjaldslaust, sem TM tryggir á þessu tímabili, Hafdísi að kostnaðarlausu.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  Hafdís íþróttamaður Akureyrar 2014

  Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís hlýtur þennan heiðurstitil enda vel að honum komin. Hún hefur náð góðum árangri í langstökki og spretthlaupum undanfarin misseri og slegið hvert íslandsmetið á fætur öðru.

  Meira hér.

Líf og fjör í Gamlárshlaupi

Það var líf og fjör í Gamlárshlaupi ÍV og UFA sem fram fór í morgun. Fjöldi hlaupara mætti til leiks og hlupu ýmist 5 eða 10 km. Í 10 km hlaupi sigraði Daniel Chuchala, annar var Helgi Rúnar Pálsson og þriði var Gunnar Atli Fríðuson. Í kvennaflokki var Anna Berglind Pálmadóttir fyrst, Sonja Sif Jóhannsdóttir önnur og Ólöf G. Ólafsdóttir þriðja. Í 5 km hlaupi sigraði Daníel Hafsteinsson, annar og aðeins sjónarmun á eftir Daníel var Bjarni Aðalsteinsson og þriðji var Halldór Brynjarsson. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir, önnur var Edda Guðnadóttir og þriðja var Kristrún Guðnadóttir. Tíma allra sem hlupu má sjá hér.

Hörð barátta var í keppninni um frumlegasta búninginn en þar bar sigur úr bítum TeamSUMO sem sjá má ásamt diskólufsunum á myndinni hér fyrir ofan.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA