• hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Æfingatafla UFA Eyrarskokks

Æfingar eru þrisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.15 og á laugardögum kl. 9.00/9.30

Æfingar hópsins eru settar niður fyrir þrjá æfingahópa:

A Byrjendur og hófsamir hlauparar: Fólk sem er að byrja að hlaupa, eða vill bara nota hlaupin til að halda sér í einhverju formi og skokka reglulega. Æfingar þessa hóps eru yfirleitt á bilinu 5–7 km á mánudögum og miðvikudögum en 7–12 km á laugardögum.

B Áhugahlauparar: Fólk sem er komið á bragðið og er nokkuð sjálfstætt með sínar æfingar. Fólk sem vill nota hlaupin til að halda sér í formi og gjarnan taka þátt í keppnishlaupum líka. Sumir fyrst og fremst til gamans en aðrir til að ná fyrirfram settum markmiðum.

C Afrekshlauparar: Hópur sem er tilbúinn til að setja markið hátt. Fólk sem er komið í gott hlaupaform og vill stefna á keppni og bætingar.

Hópurinn hittist á mismunandi stöðum. Hlaupastaður er auglýstur á facebooksíðu hópsins sem hlauparar fá aðgang að þegar æfingagjöld hafa verið greidd. Þeir sem eru að mæta á sína fyrstu æfingu geta haft samband við þjálfara í gegnum tölvupóst eða síma og fengið að vita hvar á að mæta.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA