• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

UFA Eyrarskokk

UFA Eyrarskokk er öflugur hlaupahópur sem varð til vorið 2013 þegar hlauparar á Akureyri ákváðu að sameina nokkra smærri hópa í einn stóran og öflugan. Hópurinnhefur vaxið jafnt og þétt síðan og er í dag orðinn fjölmennur og breiður, skipaður fólki af öllum stærðum og gerðum með mismunandi hlaupastíl og hlaupahraða.

Þjálfarar setja saman æfingaáætlanir fyrir hópinn og stýra æfingum, sem eru getuskiptar þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem markmiðið er að skokka öðru hvoru til að halda sér í formi eða æfa af kappi og taka þátt í styttri og lengri hlaupum. Æfingatölfu hópsins má sjá hér.

Félagsmenn borga árgjald sem veitir aðgang að æfingum og afslátt af fræðslufyrirlestrum á vegum deildarinnar, íþróttafatnaði o.fl. heilsutengdum vörum og þjónustu. Hér er að finna nánari upplýsingar um æfingagjöld.

Aðalþjálfarai hlaupahópsins eru Rannveig Oddsdóttir sem hefur stundað hlaup um margra ára skeið en auk hennar koma fleiri reyndir hlauparar að þjálfun hópsins.

Nánari upplýsingar má leita hjá þjálfara í netpósti: rannodd@gmail.com, eða síma: 864 7422.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA