• Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Víðavangshlaup UFA

UFA stendur fyrir víðavangshlaupasypru í október og nóvember. Alls verða hlaupin fjögur og í hvert skipti verður keppt í tveimur vegalengdum, styttra hlaupi sem verður 1000–1300 m og svo lengra hlaupi sem verður 5–8 km. Keppt verður í stigakeppni í þremur aldursflokkum, 0–11 ára, 12–16 ára (í styttri vegalengdinni) og 17 ára og eldri (sameiginleg stigakennni fyrir styttra og lengra hlaupið, fyrir hvern einstakling gilda stigin úr því hlaupi sem hann var stigahærri í). Fyrsta sæti í hverju hlaupi gefur 10, stig, annað sæti 9 stig og þannig koll af kolli niður í 1 stig. Þrjú bestu hlaup hvers einstaklings telja síðan til samanlagðra stiga og að loknu síðsta hlaupinu verða veitt verðlaun frá 66°N fyrir efstu sæti í hverjum flokki.

Hlaupin verða haldin á laugardögum kl. 11:00 eftirtalda laugardaga:
10. október
17. október
24. október
7. nóvember
Þátttaka er opin öllum og það kostar ekkert að vera með. Skráning á staðnum frá kl. 10:30 á hlaupadag.

Hlaupið verður á mismunandi stöðum.

Fyrsta hlaup 10. október
Mæting fyrir ofan Hlíðarbrautina við gatnarmótin upp í Hlíðarfjall.
Styttra hlaup 1 km, lengra hlaup 5 km.

Víðavangshlaup 4. okt

Annað hlaup 17. október
Mæting á bílastæðinu við tjaldsvæðið Hömrum.
Styttra hlaup 1 km, lengra hlaup 6 km.
Víðavangshlaup 18. okt

Þriðja hlaup 24. október
Mæting á bílastæðinu við tjaldsvæðið Hömrum.
Styttra hlaup 1,3 km, lengra hlaup 6 km.

Víðavangshlaup 15. nóv

Fjóðra hlaup 7. nóvember
Mæting við Naustaborgir (syðst og efst í Naustahverfi).
Styttra hlaup 1300 m, lengra hlaup 6 km.

 
Styttra hlaup   Lengra hlaup

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA