Iðkendur UFA í úrvalshópi FRÍ 15-19 ára

Iðkendur UFA í úrvalshópi FRÍ 15-19 ára
Iðkendur UFA í úrvalshópi FRÍ 15-19 ára

Róbert Mackay, Birnir Vagn Finnsson, Sigurlaug Anna Sveinsdóttir og Andrea Björg Hlynsdóttir hafa verið valin af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) í Úrvalshóp FRÍ fyrir ungmenni á aldrinum 15-19 ára. 

Markmið Úrvalshóps er sporna gegn brottfalli unglinga úr frjálsíþróttum og skapa vettvang fyrir frjálsíþróttaunglinga landsins til að kynnast utan keppni. Til þess að vera valinn í Úrvalshóp unglinga er farið eftir ákveðnum viðmiðum sem segir til um góðan árangur. Viðmiðin verða erfiðari því sem unglingarnir eldast svo það kostar mikla æfingu að halda sig í hópnum. Stefnt er að því að afrekshópurinn komi saman nokkrum sinnum á árinu í æfingabúðum. Hópurinn fær auk þess aðgengi að fræðsluerindum bæði fyrir keppendur, foreldra þeirra og þjálfara.

Ungmennafélag Akureyrar er stolt af þessum úrvalshópi iðkenda UFA sem valinn hefur verið, þau eru góðar fyrirmyndir og gaman verður að fylgjast með afrekum þeirra áfram.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA